Kosningar væntanlega 18. júní

Helle Thorning-Schmidt
Helle Thorning-Schmidt AFP

Forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt, mun væntanlega tilkynna um að þingkosningar fari fram í landinu þann 18. júní á blaðamannafundi sem hún hefur boðað til klukkan 11 að staðartíma, klukkan 9 að íslenskum tíma.

Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla í morgun hefur 18. júní verið valinn sem kjördagur en kjörtímabilinu lýkur ekki fyrr en um miðjan september. 

Vinstriflokkarnir, Rauða blokkin svonefnda, hafa í síðustu könnunum um 47% stuðning, Bláa blokkin, hægriflokkarnir, 53% þannig að ekki er ólíklegt að formaður Venstre,  Lars Løkke Rasmussen, nái að endurheimta forsætisráðherrastólinn úr hendi Thorning-Schmidt, formanns jafnaðarmanna.

Hér er hægt að fylgjast beint með frá blaðamannafundinum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert