Björguðu ellefu ára stúlku

Frá Rúmeníu.
Frá Rúmeníu. AFP

Lögregla á Spáni tilkynnti í gær að tekist hefði að bjarga ellefu ára gamalli stúlku sem var ítrekað misnotuð af fjölskyldu í Rúmeníu. Foreldrar stúlkunnar, sem búa á Spáni, seldu stúlkuna í hjónaband fyrir 17 þúsund evrur eða rúma tvær og hálfa milljón íslenskra króna.

Lögregla handtók fimm manns sem tilheyra fjölskyldunum tveimur og hefur ákært fólkið fyrir mansal, kynferðisbrot, nauðgun og barnaþrælkun. Rannsókn lögreglu hófst í maí 2014 þegar ábending barst um að barn hefði verið selt af foreldrum sínum til Rúmeníu.

Stúlkan bjó ásamt foreldrum sínum í borginni Sevilla. Fjölskyldan sem tók á móti henni í Valladolid í Rúmeníu fór þegar í stað illa með hana.

„Þau svívirtu hana stöðugt, hótuðu henni og lömdu hana og þvinguðu hana til að stunda kynlíf með manninum sem hún átti að giftast,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Þá var hún þvinguð til þess að tína vínber og kartöflur án þess að fá laun.

Stúlkan hringdi í móður sína og óskaði eftir hjálp en fjölskyldan í Rúmeníu sagði að hún fengi ekki að fara frá þeim nema hún greiddi háa upphæð. Það var ekki fyrr en fjölskyldan áttaði sig á því að lögregla fylgdist með henni að þau settu hana um borð í rútu á leið til Sevilla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert