Endurskoða samstarfið við FIFA

Spillingarmálið gæti haft slæm áhrif á rúmlega 15 ára samstarf …
Spillingarmálið gæti haft slæm áhrif á rúmlega 15 ára samstarf FIFA og Sameinuðu þjóðanna. AFP

Sameinuðu þjóðirnar eru nú að endurskoða samstarf sitt við FIFA í kjölfar ásakana sem hafa verið settar fram um meinta spillingu sem viðgekkst þar í áratugi. Í tilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum kemur fram að meðal annars sé um að ræða samstarf þegar kemur að því að stuðla að heilbrigðu líferni jafnrétti og öryggi barna.

Samstarf hefur verið á milli Sameinuðu þjóðanna og FIFA síðan 1999, en önnur mál eru t.d. þegar kemur að því að aðstoða gegn fátækt, ýta undir mannréttindi og vinna gegn skaðlegum áhrifum á náttúruna.

Stephane Dujarric, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, segir að enn sé of snemmt að segja til um áframhald samstarfsins, en hann bendir á að í kringum stórviðburði eins og heimsmeistaramótið hafi samtökin oft átt í nánu samstarfi með ákveðna málaliði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert