Krefja FIFA um siðareglur

AFP

Helstu styrktarfyrirtæki knattspyrnu í heiminum, Coca-Cola, Adidas, McDonald's og Visa þrýsta nú á Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, til þess að gera hreint fyrir sínum dyrum eftir að tilkynnt var um handtökur á stjórnendum sambandsins í gær. Óttast fyrirtækin áhrif hneykslismála á markaðsstarf þeirra í tengslum við knattspyrnu. 

Fyrirtækin hafa greitt hundruð milljóna Bandaríkjadala fyrir auglýsingabirtingar í tengslum við HM í knattspyrnu og aðra stórviðburði á knattspyrnuvellinum. Fyrirtækin krefjast þess að FIFA setji sér frekari siðareglur en í gær voru sjö stjórnendur sambandsins handteknir í tengslum við rannsókn á mútumáli í Sviss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert