Niðurgreiða netið fyrir tekjulága

Gangi áætlanirnar eftir verður háhraða netteningar niðurgreiddar fyrir tekjulágar fjölskyldur.
Gangi áætlanirnar eftir verður háhraða netteningar niðurgreiddar fyrir tekjulágar fjölskyldur. AFP

Bandarísk stjórnvöld stefna á að niðurgreiða háhraða nettengingar til tekjulágra fjölskyldna þar sem slík þjónusta er nauðsynleg fyrir fólk til að bæta sig og ná lengra í lífinu. Þetta kom fram í máli Tom Wheeler, forseta fjarskiptaráðs Bandaríkjanna í dag. 

Sagði Wheeler að meðan 95% af fjölskyldum sem væru með yfir 150 þúsund dali í mánaðarlaun hefðu aðgang að netinu, þá væru aðeins 48% fjölskyldna með lægri en 25 þúsund dali á mánuði með slíkan aðgang. 

„Aðgangur að háhraðaneti er nauðsynlegur til að finna vinnu, meira en 80% af atvinnuauglýsingum hjá Fortune 500 fyrirtækjum (stærstu 500 fyrirtækjum Bandaríkjanna) eru á netinu,“ sagði Wheeler. 

Gert er ráð fyrir að þetta muni valda miklum deilum í Bandaríkjunum, en svipuð áætlun sem tengist aðgangi tekjulágra fjölskyldna að síma hefur verið umdeilt og kallað „Obamaphone,“ jafnvel þótt það sé upprunið á forsetaárum Ronald Reagan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert