Strokleður eru „verkfæri djöfulsins“

Það ætti að banna strokleður í skólastofunni, segir prófessorinn.
Það ætti að banna strokleður í skólastofunni, segir prófessorinn. Af Wikipedia

Strokleður eru „verkfæri djöfulsins“ og það ætti að banna þau í skólastofum því þau fá börn til að skammast sín fyrir mistök sín. Þetta segir gestaprófessor við King's College í Bretlandi.

Guy Claxton segir að skólar ættu að hvetja nemendur til að taka mistökum sínum því þannig virkar hinn stóri heimur. Hann segir að skólar ættu að minnka áherslu á einkunnir.

Claxton lét þessi ummæli sín falla í kjölfar birtingar rannsóknar sem sýndi fram á að þrautseigja og forvitni væru lykilatriði í árangri nemenda.

Claxton segir í samtali við Daily Telegraph: „Strokleðrið er verkfæri djöfulsins því það viðheldur tilfinningu um skömm og mistök. Með því er í raun logið að heiminum, „ég gerði ekki mistök. Ég gerði rétt frá upphafi“. Það er það sem gerist þegar þú strokar út og setur annað í staðinn.“

Hann segir að í staðinn eigi að hvetja börn til að vera óhrætt við að gera mistök. Þau eigi að horfa á þau og læra af þeim. „Bannið strokleðrið, setjið upp stór skilti með strokleðri og stórum rauðum krossi yfir og segið við börnin að þau eigi ekki að stroka mistök sín. Frekar ættu þau að undirstrika þau því að mistök eru vinir okkar, þau eru kennararnir okkar.“

Sjá frétt Telegraph í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert