Eldingu sló niður í hóp ferðamanna

Knossosm.
Knossosm. Wikipedia

Hópur rússneskra ferðamanna slasaðist á Krít á Grikklandi í morgun þegar eldingu sló niður í hópinn þar sem hann hafði leitað skjóls undir tré. 36 ára kona í hópnum fékk hjartaáfall og fjórtán hlutu minniháttar áverka.

Fólkið leitaði skjóls undir trénu þegar stormur reið yfir. Fólkið var að skoða Knossosm þegar slysið varð. Lögregla rannsakar nú vettvang slyssins. Ákveðið var að loka staðnum ekki í dag vegna slyssins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert