Eyja rýmd vegna eldgoss

Japönsk yfirvöld hafa rýmt eyjuna Kuchinoerabu vegna eldgoss sem hófst þar í dag er Shindake eldfjallið hóf að spúa eldi og eimyrju.

Gosmökkurinn nær upp í níu þúsund metra hæð og vellur hraunelfur niður hlíðar fjallsins og allt niður í sjó.

Alls búa tæplega 140 á eyjunni og hafa þeir allir yfirgefið heimili sín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert