Myrti einhverfan son sinn

Jordan myrti son sinn á Swarovski hótelinu í New York.
Jordan myrti son sinn á Swarovski hótelinu í New York. AFP

Milljónamæringurinn Gigi Jordan hefur verið dæmd í 18 ára fangelsi eftir að hafa myrt son sinn með því að eitra fyrir honum. Sonur hennar var mjög einhverfur og gat nánast ekkert tjáð sig. Jordan hélt því fram að faðir Jude Mirra, sem var 8 ára, hefði misnotað hann kynferðislega árum saman og hún hafi drepið son sinn til að vernda hann frá föður sínum en hann hafði hótað að drepa Jordan og þar með hefði Mirra orðið varnarlaus gagnvart ofbeldi föður síns.

Jordan ákvað því að drepa Mirra og sagðist einnig hafa reynt að fremja sjálfsmorð. Dómari í málinu trúði því ekki að sjálfsmorðstilraun hennar hafi verið ósvikin og sagðist ekki sjá þess nein merki að sonur hennar hafi verið beittur kynferðislegu ofbeldi.

„Með alla þessa peninga og úrræði og hún ákveður að drepa son sinn. Það var svo margt sem hún hefði getað gert,“ sagði dómarinn. Jordan hefur setið bak við lás og slá síðan 2010 en réttarhöldum í málinu lauk í gær.

Verðmæti Jordan voru metin á 40 milljónir dollara, um 5,4 milljarða íslenskra króna. Hún hafði hætt að vinna og einbeitt sér að því að finna lækningu við sjúkdómnum sem hrjáði Mirra og ferðaðist hún um Bandaríkin og heimsótti sérfræðinga. 

Talið er að hún hafi gefist upp og því drepið son sinn viljandi. „Að eitra fyrir og drepa 8 ára gamalt barn er barnaníð að yfirlögðu ráði,“ sagði Cyrus Vance Jr., saksóknari, sem var ánægður þegar dómurinn var kveðinn upp.

Frétt Sky news um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert