„Þeir hafa aldrei skorað með konu“

Fifa fíklar geta haft Mörtu í sínu liði frá og …
Fifa fíklar geta haft Mörtu í sínu liði frá og með næsta hausti. AFP

Knattspyrnutölvuleikurinn „FIFA“ er gríðarlega vinsæll meðal fótboltaáhugafólks sem finnst skemmtilegra að liggja í sófanum og þykjast spila fótbolta frekar en að fara út og gera það í alvöru. Leikurinn hefur komið út frá árinu 1993 og í næstu útgáfu verður í fyrsta skipti hægt að keppa sem kvennalið.

EA sports gefur leikinn út og tilkynnti í gær að loksins yrði boðið upp á þann möguleika að spila sem kvennalið. Viðbrögð flestra hafa verið jákvæð en þó hafa einhverjir látið óviðeigandi ummæli falla. Framkvæmdastjóri EA sports, Peter Moore, var vonsvikinn með það og lét í sér heyra á Twitter. 

„Ég er sorgmæddur þegar ég sé þetta bitra kvenhatur í kjölfar yfirlýsingar um að konur verði í FIFA 16. Við erum betri en þetta.“

Ýmsir voru sammála Moore og gagnrýndu þá sem lítilsvirtu konur. „Ekki vera svona strangur við menn sem kvarta undan því að konur verði í FIFA 16. Þeir eru bara hræddir því þeir hafa aldrei skorað með konu.“ Annar sagði „Það eru til menn sem kvarta yfir því að konur verði í nýjasta FIFA tölvuleiknum en kvarta ekki yfir spillingunni í FIFA samtökunum.“

12 kvennalið verða í leiknum og geta þau ekki keppt við karlaliðin. Leikurinn kemur út snemma í haust.

Frétt Sky news um málið.

Hér má sjá konu úr bandaríska landsliðinu í FIFA 16.
Hér má sjá konu úr bandaríska landsliðinu í FIFA 16.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert