Fataverksmiðjur fá öryggisstimpil

Verksmiðjubygging hrundi fyrirvaralaust í Bangladess fyrir tveimur árum.
Verksmiðjubygging hrundi fyrirvaralaust í Bangladess fyrir tveimur árum. AFP

Tvær fataverksmiðjur í úthverfi Dhaka, höfuðborg Bangladess, urðu í vikunni þær fyrstu í landinu til þess að fá sérstaka vottun um öryggi.

Samtök evrópskra fataframleiðenda komu vottunarkerfinu á fót í kjölfar Rana Plaza-lyssins árið 2013, þar sem níu hæða verksmiðjubygging hrundi fyrirvaralaust og ða minnsta kosti 1.138 manns létust. Í vottuninni felst að eigendur verksmiðjanna tveggja hafa tryggt það að húsnæðið sé öruggt fyrir starfsfólk þeirra.

Brad Loewen, yfirmaður öryggismála hjá samtökunum, sagði að vottunin markaði tímamót fyrir fataiðnaðinn í Bangladess, en hann veltir um 25 milljörðum dala á hverju ári.

Verkalýðsfélög í landinu segja hins vegar að vottunarferlið sé of hægfara og að enn eigi eftir að tryggja öryggi fjölmargra starfsmanna í fataversksmiðjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert