Montaði sig af ofsaakstri á Snapchat

Mynd/Wikipedia

18 ára piltur var í vikunni dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa ekið bíl sínum á aðra bifreið með þeim afleiðingum að ökumaðurinn lést. Pilturinn hafði daginn áður sent vini sínum Snapchat-skilaboð þar sem hann var að aka á 230 kílómetra hraða.

Við myndina á Snapchat skrifaði hann: „Leeds til Rochdale á 11 mínútum. Reyndu að ná mér.“

Minna en sólarhring síðar varð svo áreksturinn með hinum skelfilegu afleiðingum. Var pilturinn þá á 130 kílómetra hraða. Auk þess að aka of hratt var hann ótryggður og án ökuskírteinis. Maðurinn sem lést var 25 ára gamall og var bifreið hans kyrrstæð þegar ekið var á hana. Höggið var svo harkalegt að bifreiðin brotnaði í tvennt. Pilturinn viðurkenndi brot sitt fyrir dómstóli í Manchester og hlaut 6 ára fangelsisdóm. 

Sjá frétt Sky News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert