Stálu tonni af loftsteinum

Plaza de Mayo í Buenos Aires fyrr í mánuðinum.
Plaza de Mayo í Buenos Aires fyrr í mánuðinum. AFP

Lögreglan í Argentínu hefur handtekið fjóra meinta smyglara sem eru sagðir hafa reynt að stela meira en tonni af vernduðum loftsteinum.

Þrír af mönnunum eru argentínskur en einn er frá Paragvæ. Þeir voru handteknir fyrir þessa óvenjulegu ránstilraun í héraðinu Chaco í norður Argentínu. Lögregla kveðst hafa fundið 215 stóra loftsteina undir sætunum í flutningabíl mannanna við handahófskennt eftirlit.

Loftsteinaregn dundi á svæðinu Campo del Cielo eða „akur himnanna“ í Chaco fyrir um 4.000 árum að sögn vísindamanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert