Sverðfiskur stakk mann til bana

Sverðfiskar ráðast ekki oft á menn.
Sverðfiskar ráðast ekki oft á menn. Mynd/Wikipedia

Reyndur sjómaður lést í gær við höfnina í Honokohau á Hawaii í gær þegar sverðfiskur stakk hann í brjóstið. Maðurinn var búinn að skjóta fiskinn með skutli og stökk út í sjóinn á eftir dýrinu til þess að ná því upp úr.

Sverðfiskurinn stakk hann þá í brjóstið. Var hann færður á spítala en lést stuttu síðar. Var sverðfiskurinn næstum 1,8 metrar á lengd og þar af var trjónan hálf líkamslengdin að sögn lögreglunnar á Hawaii.

Íbúar á Hawaii eru sagðir óttast sverðfiska en aðallega vegna þess að þeir geta gert gat á litla báta. Sjaldgæft er að þeir komi nálægt landi og ráðist á fólk. Líffræðingur sem sjónvarpsstöðin Khon 2 ræddi við segir sennilegt að fiskurinn hafi verið særður eða að hann hafi verið að eltast við bráð.

Síðast var maður stunginn af sverðfiski á Hawaii árið 2003 en sá lifði árásina af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert