Fingrafimi undrabarnsins vekur athygli

Alasdair Howell.
Alasdair Howell. Skjáskot af CNN

Hann byrjaði að spila á píanó er hann var þriggja ára og er hann varð sex ára kom hann fram í Royal Festival Hall í London. Undrabarnið Alasdair Howell er nú tíu ára og er sagður geta komist í hóp snillinga á borð við Chopin.

„Þetta er bara áhugamál en mér finnst þetta mjög gaman og ég held að þetta sé hluti af mér,“ segir Howell í viðtali við CNN um píanóleikinn. Hann æfir sig í 1-2 tíma daglega. Píanóleikur drengsins hefur áhrif á alla sem á hlýða, m.a. hinn þekkta píanóleikara Lang Lang. 

„Ég sá þetta litla barn sitja við píanóið og hann var með hár eins og Chopin. Hann spilaði fyrir mig og var mjög ungur... og ég hugsaði að þessi fríði drengurinn hefði mikla hæfileika,“ segir Lang.

Sjá grein CNN um Alasdair Howell í heild.

<iframe frameborder="0" height="600" src="https://vine.co/v/ehn9namzI3g/embed/simple" width="600"></iframe><script src="https://platform.vine.co/static/scripts/embed.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert