Kannast þú við líkið?

AFP

Lögregla í Japan reynir nú að bera kennsl á lík konu sem fannst í ferðatösku á aðalbrautarstöðinni í Tókýó fyrir rúmum mánuði. 

Samkvæmt frétt BBC hafði taskan verið skilin eftir í skáp á brautarstöðinni en þar sem eigandi töskunnar gaf sig ekki fram ákvað starfsfólkið í óskilamunum á brautarstöðinni að opna töskuna og kanna hvað væri inni í henni en slæman þef lagði frá töskunni. „Það gaus upp skrítin lykt þegar við opnuðum töskuna. Síðan sáum við hár,“ segir ónafngreindur starfsmaður í samtali við fjölmiðla.

Um er að ræða konu á aldrinum 70-90 ára og er hún um það bil 140 cm að hæð. Henni hafði verið troðið í tösku sem er um það bil 70x50x25 cm að stærð.

BBC vísar í japanska fjölmiðla sem segja að taskan hafi verið fjarlægð úr skápnum hinn 26. apríl og komið fyrir í óskilamunum. Hún var hins vegar ekki opnuð fyrr en í gær.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert