Kínverskum börnum ætlað að verða rík

Mörgum kínverskum börnum er kennt af foreldrum sínum að það …
Mörgum kínverskum börnum er kennt af foreldrum sínum að það sem máli skipti í lífinu sé að vera ríkur. Telja þau það tryggi börnunum hærri samfélagslega stöðu. AFP

Rúmlega 300 foreldrar fóru með börn sín að íburðarmiklu sumarhúsi  í borginni Qingyuan, í þeirri von að það verði börnum þeirra innblástur að leita auðs þegar þau vaxa úr grasi. Þetta kom fram í kínversku fréttaveitunni The China Youth Daily reports eins og segir í frétt BBC um málið.

Kínverjar fagna degi barnsins þann 1. Júní ár hvert og héldu margir foreldrar upp á daginn með því að fara með börn sín á söfn eða í almenningsgarða um helgina. Aðrir töldu þó að tíma fjölskyldunnar væri betur varið i að kenna börnunum að verða rík, segir í fréttinni.

„Sjúkt samfélag með afbökuð gildi“

Umrætt sumarhús er metið á fjórar milljónir yuan eða 645,000 dollara sem gera rúmlega 87 milljónir íslenskra króna. Innifalin er sundlaug. Faðir eins barnsins, sem þangað var komið í skoðunarferð, sagði að í Kína væru bein tengsl á milli auðs og hærri stöðu innan samfélagsins og að hann vilji að barnið sitt skilji það frá unga aldri.

Hefur þessi skilningur föðurins ekki farið vel í marga Kínverja og á samfélagsmiðli þeirra Sia Weibo hafa margir látið skoðanir sínar í ljós. Einn lét hafa eftir sér að þetta væri merki um „sjúkt samfélag með afbökuð gildi,“ á meðan annar skrifaði: „Þegar þú verður fullorðinn vona ég að þú áttir þig á að peningar færa manni ekki hamingju.“ Enn annar tók heimspekilegri nálgun á málið og sagði: „Auður felst ekki í peningum – auður felst í hugsuninni, huga manns, hæfileikum, tilfinningum og ást.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert