Lést í safaríferð í Suður-Afríku

youtube.com

Bandarísk kona lést eftir að hafa verið dregin út úr bíl sínum af ljóni í safarígarði í Suður-Afríku. Þá slasaðist bílstjóri bifreiðarinnar einnig töluvert en talið er að hann hafi verið að bjarga konunni úr gini ljónsins.

Í frétt Daily Mail um málið kemur fram að forstöðumaður ljónagarðsins Gauteng, Scott Simpson, hafi tilkynnt að málið sé enn í rannsókn en ljóst sé að ljónið hafi komist inn í gegnum rúðuna á bílnum og bitið konuna. Konan var látin er sjúkrabíl bar að.

Þetta er þriðja árásin í garðinum á fjórum mánuðum. Forstöðumaður garðsins segir að þeir bendi öllum túristum á að hafa rúður lokaðar á bílum sínum, en því miður séu þær leiðbeiningar oft hundsaðir með skelfilegum afleiðingum. 

Nánari upplýsingar má finna um málið á vefsíðu Daily Mail.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert