Hastert fyrir dóm á fimmtudag

Dennis Hastert.
Dennis Hastert. AFP

Dennis Hastert, fyrrum forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, verður leiddur fyrir dómara í Chicago á fimmtudagsmorgun, en hann hefur verið ákærður fyrir að brjóta bankalög og ljúga að lögreglumönnum.

Hastert er sakaður um að hafa greitt ónefnd­um aðila þrjár og hálfa millj­ón Banda­ríkja­dala eða tæp­lega 500 millj­ón­ir króna til að hylma yfir kyn­ferðis­brot sem hann framdi. 

Fréttamiðlar vestanhafs hafa sagt frá því að brotið hafi verið framið þegar Hastert starfaði sem kenn­ari og glímuþjálf­ari, og er hann sagður hafa beitt karl­kyns nem­anda kyn­ferðis­legu of­beldi. Þá er ann­ar fyrr­um nem­andi hans sagður hafa sömu sögu að segja, en Hastert hef­ur ekki greitt hon­um. Hastert er gift­ur og á tvö börn.

Þá er Hastert einnig sakaður um að hafa stundað ólög­leg gjald­eyrisviðskipti til að forðast skýrslu­skil. Rann­sókn­in hef­ur staðið yfir síðan 2013, en auk ákæru um brot á banka­lög­um er hann sakaður um að hafa logið ít­rekað í yf­ir­heyrslu í des­em­ber sl. og reynt að villa fyr­ir rann­sak­end­um.

Hastert gegndi starfi for­seta full­trúa­deild­ar þings­ins frá 1999-2007 sem æðsti emb­ætt­ismaður re­públi­kana­flokks­ins á þingi, en eng­inn full­trúi flokks­ins hef­ur gegnt starf­inu jafn lengi í sögu Banda­ríkj­anna. Þegar hann sagði af sér hafði hann verið bendlaður við nokk­ur spill­ing­ar­mál. Hastert starfar nú sem hags­muna­vörður (e. lobby­ist), en hann er 73 ára gam­all.

Frétt mbl.is: Eyddi milljónum í að hylma yfir kynferðisbrot

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert