Kirkjan á barmi útrýmingar

Æ færri aðhyllast ensku biskupakirkjuna í Bretlandi. Nærri því helmingur …
Æ færri aðhyllast ensku biskupakirkjuna í Bretlandi. Nærri því helmingur Breta telur sig nú trúlausan. AFP

Enska þjóðkirkjan er á barmi útrýmingar en hún hefur tapað nærri því tveimur milljónum safnaðarmeðlima á tveimur árum. Samkvæmt nýrri könnun er íslam þau trúarbrögð sem eru í mestum vexti á Bretlandi en flestir svarendur telja sig trúlausa.

Þeim sem telja sig tilheyra ensku biskupakirkjunni hefur fækkað úr 21% Breta í 17% frá 2012 til 2014 eða um 1,7 milljónir manna. Nú er talið að safnaðarmeðlimir þeirra séu 8,6 milljónir talsins. Carey lávarður, fyrrverandi erkibiskup af Kantaraborg, hefur varað við því að nema kirkjan grípi til neyðarráðstafana sé hún aðeins „einni kynslóð frá útrýmingu“.

Viðhorfskönnunin er á vegum NatCen, helstu félagsfræðirannsóknarstofnunar Bretlands. Niðurstaða hennar var að múslímum hefur fjölgað um milljón. Nú telja 4,7% Breta sig íslamstrúar, eða um 2,4 milljónir manna.

Flestir sem svöruðu könnuninni sögðust ekki aðhyllast nein trúarbrögð, eða 49%.

Frétt The Independent af könnuninni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert