Segir lyfin hafa gert sig kynóðan

Þetta er mynd úr safni.
Þetta er mynd úr safni. AFP

Breskur lögfræðingur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa eytt fjármunum viðskiptavina sinna í símavændisþjónustu og aðra kynlífsþjónustu. Hann segir að lyf sem hann hafi fengið við Parkison sjúkdómnum hafi gert sig kynóðan.

Í frétt breska miðilsins Telegraph kemur fram að Andrew Taylor, 57 ára, hafi tekið 600 þúsund pund, tæpar 123 milljónir króna, ófrjálsri hendi frá gömlu fólki sem hann vann fyrir, og notað peningana til þess að hringja í símavændislínur og aðrar kynlífsþjónustur.

Taylor sagði við réttarhöldin að Parkison-lyfin hefur gert hann ofvirkan á kynlífssviðinu. Lögmaðurinn sem býr í Cheadle, skammt frá  Manchester, virðist hafa átt sér dekkri hlið en flestir vissu því hann tæmdi reikninga þrettán viðskiptavina á aldrinum 67-100 ára, en hann var með prókúru á reikningum fólksins vegna starfa sinna fyrir það.

En það var ekki bara kynlífsþjónusta sem hann eyddi í því hann keypti ógrynni af pennum og leirkerum auk kláms og vændisþjónustu. Upp komst um Taylor eftir að hann varð háður kynlífsþjónustu á netinu sem nefnist Adult Works. Um helmingur þeirra sem Taylor stal frá er látinn en margir þeirra þjáðust af elliglöpum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert