Snowden veitt norsk verðlaun

Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden hlaut í dag norsk verðlaun sem kennd eru við tjáningarfrelsið. Svonefnd Bjørnson-verðlaun sem kennd eru við norska nóbelsverðlaunahafann í bókmenntum, Bjørnstjerne Bjørnson.

Fram kemur í frétt AFP að Snowden hafi ennfremur verið boðið að koma til Noregs og taka á móti verðlaununum í eigin persónu en hann hefur verið í Rússlandi frá árinu 2013 þar sem honum var veitt hæli. Snowden er eftirlýstur af Bandaríkjunum fyrir að hafa lekið miklum fjölda gagna í eigu bandaríska ríkisins um njósnir þarlendra njósnastofnana. Snowden starfaði áður meðal annars fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA).

Bandarískri uppljóstrarinn Edward Snowden.
Bandarískri uppljóstrarinn Edward Snowden. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert