10.000 hafa fallið á níu mánuðum

Antony J Blinken.
Antony J Blinken. AFP

Rúmlega tíu þúsund meðlimir Ríkis íslams hafa fallið í átökum síðan að alþjóðlegar hersveitir hófu baráttu sína gegn samtökunum fyrir um níu mánuðum síðan. Varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anthony Blinken greindi frá þessu í dag.

Blinken hélt erindi á fundi þeirra þjóða sem taka þátt í baráttunni í París í Frakklandi í dag. Hann sagði að gífurlegur árangur hafi orðið í baráttunni gegn Ríki íslams en lagði áherslu á að samtökin væru ódrepanleg.

Í viðtali á útvarpsstöðinni France Inter kallaði Blinken samtökin „Daesh“ sem er það orð sem Frakkar hafa kosið að nota yfir hryðjuverkamennina, en það orð eiga liðsmenn samtakanna að hata. Blinken sagði jafnframt að í ljósi þess hversu margir liðsmenn hafa fallið síðustu mánuði, verði fólk að muna að samtökin virka ekki án fólks. „Þetta mun hafa áhrif,“ sagði Blinken.

Frétt NBC um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert