Svikin af andmælendum bólusetninga

Bólusetning.
Bólusetning. mbl.is/Árni Sæberg

Foreldrar spænska drengsins sem berst nú fyrir lífi sínu vegna barnaveiki eru „eyðilagðir og finnast þeir hafa verið sviknir“ af þeim sem andmæla bólusetningum, sem sannfært höfðu foreldrana um að bólusetja ekki son sinn. Um er að ræða fyrsta tilfellið í tæp 30 ár.

Antoni Mateu, lýðheilsuráðherra Katalóníu sagði á blaðamannafundi í dag hafa hitt foreldrana þar sem þau hörmuðu dómgreindarskort sinn. „Þau eru indælt par og eru bæði yfirkomin af sektarkennd.“

Sagði hann að engar aðgerðir væru í bígerð gagnvart foreldrunum, hvorki vegna þess að þau bólusettu ekki drenginn né vegna kostnaðar við meðferð hans. Foreldrarnir hafa hingað til notið nafnleyndar.

Hins vegar lofaði ráðherrann því að fylgja þessu eftir með því að ráðast gegn þeim sem andmæla bólusetningum og „breiða út lygar og valda ruglingi.“ Yfirvöld vinna nú að því að koma í veg fyrir frekari smit barnaveikinnar með því að bera kennsl á þá sem gætu verið í hættu eftir að hafa komist í kynni við barnið.

Frétt mbl.is: Fyrsta barnaveikitilfellið í tæp 30 ár

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert