Börn féllu í loftárásum

Loftárásir voru gerðar á þorpið Saraqeb, í í síðasta mánuði. …
Loftárásir voru gerðar á þorpið Saraqeb, í í síðasta mánuði. Þorpið er nálægt Al-Janudiya. AFP

Að minnsta kosti 49 óbreyttir borgarar, þar af sex börn, féllu í loftárásum stjórnarhersins í norðvestur Sýrlandi í dag. Bresku mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights greindi frá þessu.

Samkvæmt tilkynningu samtakanna voru loftárásir gerðar á torg í þorpinu al-Janudiya. Þorpið er nú undir yfirráðum uppreisnarmanna. Margir höfðu safnast saman á torginu til þess að versla.

Samkvæmt frétt BBC er Al-Janudiya í vesturhluta Idlib héraðs sem er að mestu leyti undir stjórn uppreisnarmanna. Þeir nálgast nú héraðið Latakia, sem stendur við Miðjarðarhafið en það svæði hefur lengi verið höfuðvígi forseta Sýrlands, Bashar al-Assad. 

Mannréttindasamtökin LCC greindu jafnframt frá því að margir hafi fallið í loftárásum stjórnarhersins á bæinn Taftanaz í austurhluta Idlib. Fjórir aðrir  létust þegar að þyrlur stjórnarhersins vörpuðu sprengjum á bæinn Tal Rifaat. 

Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 220.000 látið lífið síðan að uppreisnin gegn Assad hófst fyrir fjórum áður síðan. Þar að auki hafa næstum því tólf milljónir manns þurft að flýja heimili sín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert