Færðir til í starfi vegna leynigagna

Bandarískri uppljóstrarinn Edward Snowden.
Bandarískri uppljóstrarinn Edward Snowden. AFP

Njósnarar á vegum bresku leyniþjónstunnar hafa verið færðir til í starfi eftir að Rússar og Kínverjar fengu aðgang að trúnaðarupplýsingum um hvernig þeir starfa. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir breskum embættismanna.

Breska blaðið Sunday Times greindi frá því í dag að rússnesk og kínversk stjórnvöld hefðu leyst dulkóðun á gögnum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak fyrir tveimur árum.

Heimildarmaðurinn sagði að ríkin hefðu komist yfir upplýsingar sem hefðu leitt til þess að færa þurfti njósnarana til í starfi. Hann bætti þó við að „engar vísbendingar“ væru um að einhver hefði orðið fyrir skaða vegna málsins.

Snowden lak gögnunum fyrir tveimur árum. Hann dvelur nú í útlegð í Moskvu, en hann yfirgaf Bandaríkin árið 2013 eftir að hafa lekið gögnum frá bandarísku leyniþjónustunni, CIA.

Talið er að hann hafi hlaðið niður 1,7 milljónum gagna áður en hann yfirgaf Bandaríkin.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert