„Þú ert fyrirmyndin mín“

Sofia Hellqvist og Carl Philip veifa til mannfjöldans.
Sofia Hellqvist og Carl Philip veifa til mannfjöldans. AFP

Sólin hellti geislum sínum yfir Carl Philip Svíaprins og hertogann af Varmalandi og Sofiu Hellqvist, Svíaprinsessu og hertogaynju af Varmalandi á laugardaginn þegar þau gengu út úr konunglegu kapellunni í Stokkhólmi í Svíþjóð á laugardaginn undir dynjandi tónum gospellagsins Joyful, Joyful.

Nú, þegar systkinin þrjú, Viktoria krónprinsessa, Carl Philip og Madeleine hafa öll gengið í hjónaband þurfa Svíar að bíða í nokkurn tíma eftir konunglegu brúðkaupi. Viktoria og eiginmaður hennar Daniel eiga eina dóttur, Estelle, sem er þriggja ára.

Þá eiga Medeleine og eiginmaður hennar, Christopher, eina dóttur. Hún heitir Leonore og er rúmlega ársgömul. Gangi frænkurnar í hjónaband munu Svíar því þurfa að bíða rólegir næstu árin. 

Raunveruleikastjarna og jógakennari

Sumir fitjuðu upp á nefið þegar ljóst var að prinsinn og Sofia væru að skjóta sér saman. Hún er fyrrverandi raunveruleikastjarna og kom meðal annars fram í sjónvarpsþáttunum Paradise Hotel. Þá sat hún einnig nakin fyrir í blaðinu Slitz. Þess má einnig geta að prinsessan er grænmetisæta, jógakennari og njóta hjónin þess að fara á skíði. 

Sofia gekk inn í kapelluna ásamt föður sínum kl. 16.35 að sænskum tíma klædd fallegum hvítum kjól undir Athair ar Neamh, lagi írska sönglagahöfundarins Enyu.

Frétt mbl.is: Prinsinn táraðist í kirkjunni

Parið sagði í viðtali daginn fyrir brúðkaupið að þau vildu ekki hafa brúðkaupið alveg hefðbundið, heldur vildu þau fá að setja mark sitt á athöfnina á vissan hátt. Parið yfirgaf kirkjuna þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í sex undir dynjandi tónum gospellagsins Joyful, Joyful.

Heimilið sé afslappaður leikvöllur

Annar prestanna sem gaf hjónin saman ræddi um hvernig heimili geta verið líkt og lager. „Þú kemur og fyllir á, snýrð við og heldur áfram. En heimili þitt ætti líka að vera lager þar sem þú getur andað,“ sagði Lars-Göran Lönnermark.

„Látið heimili ykkar vera afslappaðan leikvöll. Uppspretta orku sem mun hjálpa ykkur að einbeita ykkur að því sem þið hafið ástríðu fyrir.“

Nýbökuðu hjónin óku um Stokkhólm og enduðu í konungshöllinni þar sem prinsinn ávarpaði mannfjöldann. „Kæru vinir. Leyfið mér að kynna mín kæru eiginkonu, Sofíu prinsessu,“ sagði Carl Philip. Prinsinn, sem er 36 ára í dag, kom í heiminn í konungshöllinni.

Hugrakkur að ræða lesblinduna

Karl Gústaf Svíakonungur flutti fyrstu ræðu kvöldsins og virtist afar stoltur af syni sínum. „Þú hefur tekið þínar eigin ákvarðanir í lífinu. Þú hefur lagt hart að þér og verður einbeittur og uppskorið vel. Það gleður mig og gerir mig að stoltum föður,“ sagði Karl Gústaf. Sagði hann son sinn einnig afar hugrakkan að hafa rætt opinberlega um lesblindu sína.

Prinsinn flutti einnig ræðu og sagði hann eiginkonu sína hafa fyllt líf sitt af ást og gleði. Þakkaði hann sænsku þjóðinni fyrir að hafa tekið á móti eiginkonu sinni.

„Ég segi stoltur, þú ert fyrirmyndin mín. Ég á eftir að gera mikið í lífinu, á langa ferð fyrir höndum, en ég hlakka mjög til að ferðast með þér,“ sagði prinsinn. Því næst stóð Sofia upp og hélt ræðu. Hún kynnti til sögunnar tvo söngvara sem fluttu lag með texta eftir prinsessuna.

Og það var kátt í höllinni þegar plötusnúðurinn Avicii skemmti gestum fram eftir nóttu.

Hér má sjá brúðkaupið: 

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/pbcS-WFSwss" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
Fyrsti dansinn stiginn í sænsku konungshöllinni.
Fyrsti dansinn stiginn í sænsku konungshöllinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert