Systur með níu börn til Sýrlands

Systurnar þrjár og börnin níu.
Systurnar þrjár og börnin níu. Skjáskot af SkyNews

Óttast er að þrjár breskar systur hafi ferðast til Sýrlands ásamt níu börnum sínum, þar af einu þriggja ára, til að hitta ættingja sem berst þar með herskáum íslamistum.

Systurnar þrjár fóru frá Bretlandi til Sádi-Arabíu 28. maí. Þegar hópurinn skilaði sér ekki heim fyrir fjórum dögum höfðu áhyggjufullir ættingjar þeirra samband við lögreglu.

Í ljós kom að hópurinn hafði farið með flugi frá Medina í Sádi-Arabíu 9. júní tl Istanbúl í Tyrklandi en sú leið er oft farin til Sýrlands. Svo virðist sem fólkið hafi horfið af yfirborði jarðar og er slökkt á farsímum þeirra.

Systurnar þrjár, Khadija, Sugra og Zohra Dawood eru á aldrinum 30 til 34 ára. Börnin eru á aldrinum þriggja til fimmtán ára. Feður barnanna eru áhyggjufullir um afdrif þeirra. Hvorki systurnar né börnin hafa haft samband í tæpa viku og ekkert þeirra virðist hafa hreyft við Facebook-aðgöngum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert