„Fötluð“ kona myrti móður sína

Mæðgurnar Gypsy Blancharde og Dee Dee Blancharde.
Mæðgurnar Gypsy Blancharde og Dee Dee Blancharde.

Ung kona frá Missouri í Bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir að myrða sína eigin móður, en konan hafði árum saman þóst vera haldin fötlun sem gerði það að verkum að hún væri bundin í hjólastól. 

Gypsy Blancharde var handtekin á mánudag ásamt kærasta sínum, Nicholas Paul Godejohn, í Wisconsin tæpum þúsund kílómetrum frá heimili sínu þar sem móðir hennar Clauddinnea "Dee Dee" Blancharde fannst látin. Gypsy og kærasti hennar hafa bæði verið ákærð fyrir morð af fyrstu gráðu eftir að móðirin fannst látin í rúmi sínu, þar sem hún hafði verið stungin til bana.

Upp komst um morðið þegar óhugnanlegar færslur fóru að birtast á sameiginlegri Facebook-síðu mæðgnanna og vinir þeirra höfðu samband við lögreglu. Gypsy er sögð hafa birt færslurnar frá heimili kærasta síns í Wisconsin, en þar stóð meðal annars: „Tíkin er dauð!“

Nágrannar Gypsy höfðu staðið í trú um að hún væri haldin fötlun sem gerði það að verkum að hún væri bundin í hjólastól, en lögregla hefur nú staðfest að hún geti vel gengið og sé ekki fötluð. „Fötlunin“ hafi verið partur af svikamyllu mæðgnanna, en þær héldu úti styrktarsíðu þar sem fólk gat lagt inn á þær pening.

Málið þykir allt hið furðulegasta, en lítið er vitað um fjölskyldu mæðgnanna. Þær eru þó sagðar hafa féflett fólk árum saman í gegnum styrktarsíðuna.

Godejohn sagði lögreglu að hann hafi stungið Dee Dee að beiðni Gypsy, og notað hníf sem hún gaf honum. Þá hafi hann stolið peningum og sett hnífinn í póst áður en parið flúði til Wisconsin. Lögreglumenn sem komu á vettvang fundu hnífinn í pósthólfinu.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Er með nokkra gæða íslenska stálstóla, þessa gömlu góðu á 12,500 kr, stykkið, N...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...