Fer Danski þjóðarflokkurinn í stjórn?

Lars Løkke Rasmussen, verðandi forsætisráðherra Danmerkur.
Lars Løkke Rasmussen, verðandi forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Verðandi forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, hyggst mynda minnihlutastjórn í landinu í kjölfar dönsku þingkosninganna á dögunum þar sem borgaralegu flokkarnir náðu meirihluta þingsæta.

Margrét Danadrottning hafði áður beðið Løkke að kanna möguleikann á að mynda meirihlutastjórn að sögn Løkkes. Það hafi honum hins vegar ekki tekist. Løkke mun funda síðar í dag með drottningunni og tilkynna henni um áform sín en talið er líklegast að Venstre myndi annað hvort einn stjórn eða taki Danska þjóðarflokkinn með í hana.

Danski þjóðarflokkurinn er sigurvegari kosninganna og bætti miklu fylgi við sig. Flokkurinn hefur hins vegar lagt áherslu á að hann fari ekki í stjórn nema hann fái mikil áhrif innan hennar. Þá hefur flokkurinn lagt áherslu á hertari innflytjendalöghjöf og aukin opinber útgjöld.

Verði Danski þjóðarflokkurinn aðili að næstu ríkisstjórn Danmerkur verður það í fyrsta sinn sem það gerist. Áður hefur hann varið stjórnir borgaraflokkanna falli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert