Flugvél fórst í Alaska

Flugvél af gerðinni DeHavilland DHC-3 Otter.
Flugvél af gerðinni DeHavilland DHC-3 Otter. Wikipedia

Níu manns fórust í gær þegar flugvél fórst í suðausturhluta Alaska-ríkis í Bandaríkjunum. Flugvélin var í skoðunarferð með ferðamenn þegar hún hrapaði í fjallendi í nágrenni borgarinnar Ketchikan samkvæmt frétt AFP.

Þyrla varð vör við brak úr flugvélinni og tókst björgunarsveitum í kjölfarið að komast á staðinn. Staðfest var að allir um borð hefðu látið lífið. Veðurfar hefur þó seinkað aðgerðum við að koma líkamsleifum hinna látnu til byggða. Verður það látið bíða til morguns.

Flugvélin var af gerðinni DeHavilland DHC-3 Otter. Ekki liggur fyrir hvað olli því að flugvélin fórst en málið er í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert