Hvíta húsið fagnar með samkynhneigðum

Hvíta húsið í Bandaríkjunum var baðað í litum hinsegin fólks í gær eftir að ljóst varð að Hæstiréttur Bandaríkjanna sló því föstu að hjónabanda sé stjórnarskrárvarinn réttur allra og gerði þar með hjónabönd samkynhneigðra lögleg í öllum ríkjum landsins. 

Fyrir dóminn höfðu 37 ríki lögleitt hjónabönd samkynhneigðra, en 11 ár eru síðan slíkt var fyrst lögleitt í Massachusetts.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði niðurstöðuna vera „sigur fyrir Bandaríkin,“ en þetta er annar sigur forsetans á jafn mörgum dögum, eftir að heilbrigðistryggingalög hans voru dæmd lögleg í réttinum í fyrradag.

„Í dag getum við sagt án óvissu að við höfum gert ríkjasamband okkar örlítið fullkomnara,“ sagði Obama á fundi við Hvíta húsið, en í tilefni af deginum var húsið lýst upp í litum regnbogans, sem einmitt eru litir baráttu hinsegin fólks.

Samkynja hjón fylgjast með þegar hvíta húsið fagnaði niðurstöðu Hæstaréttar …
Samkynja hjón fylgjast með þegar hvíta húsið fagnaði niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna í gær. AFP
Við Hvíta húsið í gær.
Við Hvíta húsið í gær. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert