Samþykktu þjóðaratkvæðagreiðslu

Gríska þingið samþykkti seint í gærkvöldi að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu eftir viku, sunnudaginn 5. júlí, um þær aðhaldstillögur sem lánardrottnar landsins setja sem skilyrði fyrir frekari lánveitingum.

179 þingmenn af 300 samþykktu tillöguna, sem Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, lagði fram.

Tsipras hélt tilfinningaþrungna ræðu áður en atkvæðagreiðslan fór fram þar sem hann sagðist vonast eftir afdráttarlausu og neikvæðu svari frá þjóðinni við tillögum lánardrottnanna. Hann vildi hins vegar jákvætt svar við „evrópskri samstöðu“.

Hann sagðist jafnfram sannfærður um að samningsstaða Grikkja yrði sterkari ef þjóðin segði nei við „afarkostum“ lánardrottnanna.

Þingmenn Syriza, flokks Tsipras, samþykktu tillöguna sem og þingmenn samstarfsflokksins, Sjálfstæðra Grikkja, og Gullinnar dögunar, nýnasistaflokksins. Þingmenn Nýs lýðræðis, PASOK, kommúnistaflokksins og miðjuflokksins To Potami greiddu hins vegar atkvæði gegn tillögunni.

Ákvörðun Tsipras um að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar kom fulltrúum lánardrottnanna og fjármálaráðherrum evruríkjanna í opna skjöldu. Sögðu þeir að með því útspili hefðu samningaviðræður Grikkja og lánardrottnanna farið út um þúfur.

Í gær höfnuðu síðan fjármálaráðherrarnir ósk grískra stjórnvalda um að fá framlengingu á neyðarlánasamningum sínum til eins mánaðar. Núverandi björgunaráætlun Grikkja rennur út á þriðjudaginn, en þá þurfa Grikkir að standa skil á 1,5 milljarða evra afborgun af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Egat Luxe Nuddstóll (svartur eða beige) á 39.000 - Hentar fyrir nuddara, tattú eða það sem þér dettur í hug. www.Egat.is
Egat Luxe Nuddstóll til sölu www.egat.is simi 8626194 egat@egat.is svartur eða ...
Hauststemmning í Tungunum, Eyjasól ehf.
Sumarhúsin okkar eru nokkuð laus í sept og okt, hlý og cosy.. Norðurljós í heit...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6017101119 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101119 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...