Bjargaði lífi unnustunnar í Túnis

Ferðamenn streyma frá Túnis eftir árásina sem gerð var á …
Ferðamenn streyma frá Túnis eftir árásina sem gerð var á ferðamannastað í landinu á föstudag. AFP

Mathew James, þrítugur Breti, hlaut þrjú skotsár er hann reyndi að bjarga lífi unnustu sinnar þegar árás var gerð á ferðamannastað í Túnis á föstudag. Maðurinn hlífði konunni með líkama sínum en lifði árásina af.

James hlaut skotsár á öxl, bringu og mjöðm. Hann fékk hjartaáfall í kjölfar áverkanna og var fluttur á sjúkrahús með hraði. Unnusta hans, sem er 26 ára, segir að hann hafi bjargað lífi sínu.

„Hann var þakinn blóði eftir skotin en sagði mér að hlaupa burt. Hann sagði við mig: Ég elska þig, ástin mín. En farðu bara, segðu börnunum okkar að pabbi þeirra elski þau,“ sagði unnusta mannsins í samtali við Sky-fréttastofuna.

Frétt mbl.is: Morðinginn var ekki einn á ferð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert