Morðinginn var ekki einn á ferð

Yfirvöld í Túnis eru sannfærð um að morðinginn Seifeddine Rezgui hafi átt sér vitorðsmenn. Leitað er að þeim sem gætu hafa tekið þátt í árásinni á Imperial Marhaba-lúxushótelinu í Sousse í Túnis á föstudag. 38 manns féllu í árásinni, aðallega breskir ferðamenn.

Lögregla telur að hinum 24 ára Rezgui hafi meðal annars verið útvegaður Kalashnikov-riffill til að skjóta fólkið. Faðir mannsins og þrír herbergisfélagar hans voru handteknir vegna rannsóknar málsins en síðar látnir lausir. Ljóst er að maðurinn hringdi í föður sinn stuttu áður en hann lét til skarar skríða.

Lögregla telur að vitorðsmenn Rezguis hafi aðstoðað hann en ekki tekið beinan þátt í árásinni. Þeir hafi hugsanlega útvegað honum vopn og aðstoðað hann við að komast á staðinn. Breskur ferðamaður segir að hópur fólks á ströndinni hafi sýnt „skrýtna“ hegðun stuttu áður en árásin hófst.

Morðinginn var þeirra á meðal ásamt eiginkonu sinni. Hún hafi tekið mynd af manninum með börnum á ströndinni og þótti ferðamanninum það einkennilegt, enda halda íbúar bæjarins sig yfirleitt fjarri svæðinu og láta ferðamenn í friði.

Frétt mbl.is: Vara við frekari árásum

Breskir ferðamenn á heimleið á alþjóðaflugvellinum í Túnis í gær.
Breskir ferðamenn á heimleið á alþjóðaflugvellinum í Túnis í gær. AFP
38 manns féllu í árásinni.
38 manns féllu í árásinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert