Síðustu vígi bannsins að falla

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Pör af sama kyni geta nú gengið í hjónaband í öllum ríkjum Bandaríkjanna eftir niðurstöðu Hæstaréttar landsins. Mississippi og Louisiana, ríki sem hafa verið treg til að viðurkenna rétt fólks til að ganga í hjúskap við fólk af sama kyni, gáfu út leyfi til samkynja para til að ganga í hjúskap.

Dómsmálaráðherrann í Mississippi lýsti því á hinn bóginn yfir að dómurinn hefði ekki áhrif fyrr en neðra dómstig hefði tekið á málinu. Til útskýringar sagði hann í dag að það væri vissulega í lögum Bandaríkjanna að fólk af sama kyni mætti ganga í hjúskap og varaði presta við því að neita því um þennan rétt. Það gæti bakað þeim bótaábyrgð.

Dómsmálaráðherra Louisiana-ríkis sagði á föstudaginn að enn sem komið er væri engin lagaskylda í ríkinu til að gefa saman samkynja pör, þar sem dómurinn hefði að hans sögn ekki réttaráhrif þegar í stað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert