Myndband af morðingjanum á ströndinni

Að minnsta kosti 38 féllu í árásinni í Túnis.
Að minnsta kosti 38 féllu í árásinni í Túnis. AFP

Sláandi myndbandi af morðingjanum sem talinn er hafa skotið að minnsta kosti 38 manns til bana á sólarströnd í Túnis, hefur verið dreift á samfélagsmiðlum í dag. Á myndbandinu má sjá manninn ganga í rólegheitum um ströndina á milli blóðugra líka þeirra sem felldi.

Á myndbandinu, sem sjónarvottur tók upp, má heyra skothríð. 

„Þetta er hann, þessi þarna í stuttbuxunum! Hann er þarna! Hann er að koma!“ má heyra fólk hrópa á myndskeiðinu. Auk gesta voru hótelstarfsmenn og strandverðir á ströndinni er árásarmaðurinn til til skarar skríða.

Sá sem tekur upp myndbandið er 23 nemi frá Túnis. Hann faldi sig bak við vegg og myndaði árásarmanninn. Hann elti hann síðan í fjarlægð og á leiðinni tók hann upp myndir af líkum þeirra sem féllu.

Við lok upptökunnar má heyra fólk ákveða að hlaupa árásarmanninn uppi. „Náið honum, náið honum!“ 

New video shows moment the killer gunman began his attack inside Tunisia hotel grounds as he hunted for new targets http://trib.al/S4ETFSi

Posted by Sky News on Sunday, June 28, 2015

Hér í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar má einnig sjá myndskeiðið. Það er efst í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert