Vill aðstoð við að flytja börnin heim

Börn í Sýrlandi.
Börn í Sýrlandi. AFP

Tengdamóðir Khaled Sharrouf, Ástrala sem grunaður er um að hafa tekið þátt í hryðjuverkastarfsemi í Sýrlandi og birt mynd af sjö ára syni sínum haldandi á rotnandi höfði sýrlensk hermanns segist vera miður sín vegna þess að lögregluyfirvöld í Ástralíu neiti að aðstoða hana við að flytja fimm barnabörn hennar heim frá Sýrlandi.

Talið er hugsanlegt að Ástralinn hafi látið lífið nýlega í árás dróna. Hjónin Khaled og Tara Sharrouf fóru með börn sín til landsins á síðasta ári. Þau hafa verið gift í tíu ár og eiga fimm börn á aldrinum fjögurra til fjórtán ára.

Karen Nettleton, móðir Töru, segist hafa verið í sambandi við lögreglu á síðasta ári og beðið um aðstoð við að flytja börnin fimm heim. Hún segir að um tíma hafi staðið til að aðstoð hana en skyndilega hafi yfirvöld skipt um skoðun og sagst ekki geta aðstoðað hana.

Frétt mbl.is: Munu refsa eiginkonu Ástralans

Frétt mbl.is: Útlendir vígamenn flykkjast til Írak

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert