Ebóla finnst enn í Líberíu

Mynd tekin í Gíneu í nóvember á síðastsa ári.
Mynd tekin í Gíneu í nóvember á síðastsa ári. AFP

Nýtt tilfelli af ebólu hefur greinst í Líberíu en sex vikur eru síðan því var lýst yfir að hana væri ekki lengur að finna í landinu. Við krufningu á líki sautján ára pilts kom í ljós að hann hafði látist úr ebólu. Sá var frá bæ sem er í námunda við aðalflugvöll landsins.

Nú er verið að rannsaka hvernig hann sýktist af hinni hættulegu veiru sem hefur fellt meira en 11 þúsund manns frá því að faraldur braust út í Vestur-Afríku árið 2013. Flestir létust í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne.

Í síðustu viku skaut ebóla eftur upp kollinum í Síerra Leóne. Þá greindust þrjú ný tifelli af ebólu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert