Tukthúsóeirðir vegna reykingabanns

Heimildir herma að allt hafi orðið vitlaust hjá föngunum vegna …
Heimildir herma að allt hafi orðið vitlaust hjá föngunum vegna þess að til stendur að svipta þá tóbaki. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Þungvopnaðir lögreglumenn hafa verið sendir inn í fangelsi í Melbourne í Ástralíu til að kveða niður meiriháttar óeirðir á meðal fanganna þar. Heimildir herma að fangarnir hafi brugðist ókvæða við reykingabanni og hundruð hafi í kjölfarið tuktað hvern annan til.

Fangelsismálastjóri Viktoríuríkis, Jan Shuard, segir óeirðirnar vera einar þær stærstu í sögu borgarinnar. Starfsmönnum og gestum var forðað í öruggt skjól eftir að átökin á milli fanganna hófust um miðjan daginn. Shuard telur að átökin hafi eitthvað að gera með reykingabann sem á að taka gildi á miðvikudag.

Ástralskir fjölmiðlar hafa eftir öðrum heimildum að bannið sé raunveruleg ástæðan óeirðanna. Maður einn sem hringdi inn í útvarpsþátt á 3AW-útvarpsstöðinni sagði fanga hafa sagt sér að allt væri að verða vitlaust á meðal fanganna vegna bannsins.

Engar fréttir hafa borist af mannfalli eða slösuðum en lögreglan er sögð hafa beitt háþrýstivatnsbyssum á fangana.

Frétt breska ríkisútvarpsins BBC af óeirðunum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert