Hefur aldrei verið lengur á lofti

Solar Impulse 2.
Solar Impulse 2. AFP

Sól­ar­orku­knúna flug­vél­in Sol­ar Impul­se 2 er nú komin hálfa leið yfir Kyrrahafið eftir að hafa verið á lofti í 61 klukkustund, en vélin hefur aldrei fyrr verið lengur á lofti.

Vélin er nú á leið frá japönsku borg­inni Nagoya til Havaí, en það er stærsti leggurinn í för vélarinnar í kringum jörðina. Áætlað er að flugið taki fimm sólarhringa í heildina, en flug­stjór­inn Andre Borsch­berg sem flýg­ur vél­inni yfir Kyrra­hafið er einn um borð og flýg­ur vél­inni all­an tím­ann.

Klukkan 7 í morgun á íslenskum tíma hafði vélin flogið 4.305 kílómetra og átti því 3.430 kílómetra eftir til Havaí. Á twittersíðu Borsch­berg hafði komið fram að vél­inni yrði ekki snúið við úr þessu, en hann virðist alsæll í háloftunum. „Nú þegar hálfnaður með flug lífs míns! Elska það!“

Andre Borschberg.
Andre Borschberg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert