Nýtt sáttaboð Grikklands

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. AFP

Í nýju bréfi til kröfuhafa Grikklands frá forsætisráðherra landsins, Alexis Tsipras, kemur fram að hann fallist öll skilyrði kröfuhafa, með nokkrum minni háttar breytingum. Í umfjöllun The Financial Times kemur fram að innihald bréfsins hafi verið rætt yfir helgina.

Viðræður kröfuhafanna og stjórnvalda í Grikklandi runnu út í sandinn í síðustu viku eftir að Tsipras tilkynnti um þjóðaratkvæðagreiðslu um tilboð kröfuhafanna. Þetta varð til þess að Grikkland varð fyrsta ríki Evrópusambandsins til að geta ekki greitt til baka afborgun af láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en í gær var gjalddagi upp á 1,6 milljarð evra sem Grikkland átti að borga.

Í bréfinu kemur fram að Tsipras fallist á skilyrði kröfuhafa varðandi niðurskurð og aðhaldsaðgerðir með tveimur breytingum. Í fyrsta lagi verði fallið frá því að afnema afslátt af virðisaukaskatti sem er í gildi á grísku eyjunum og í öðru lagi að hækkun eftirlaunaaldurs hefjist ekki strax heldur seinna á árinu.

Bankar hafa verið lokaðar á Grikklandi í vikunni, en eftirlaunaþegar …
Bankar hafa verið lokaðar á Grikklandi í vikunni, en eftirlaunaþegar geta margir hverjir ekki nálgast eftirlaunin sín í dag.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert