Óþekkt kona fannst á götuhorni

Konan fannst á götuhorni í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Konan fannst á götuhorni í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Ljósmynd/Interpool

Kona sem fannst á götuhorni í Kaliforníu í Bandaríkjunum og glímir við minnisleysi og krabbamein óttast að hún muni deyja áður en hægt verður að finna út hver hún er.

Þegar slökkviliðsmenn fundu konuna var hún varla með meðvitund. Í ljós kom að hún var alvarlega veik vegna krabbameins í eggjastokkum.

Stofnuð hefur verið Facebook-síða í von um að finna einhvern sem þekkir konuna. Þá er hún einnig á lista Interpool yfir týnt fólk. Þar er hún sögð vera 170 sentímetrar á hæð, með brún augu, rétthent og notar hún skó númer 39. Konan er sögð tala bæði ensku og frönsku og hafa vott af áströlskum hreim.

Konan er með krabbamein í eggjastokkum á þriðja stigi. Læknar fjarlægðu æxli á stærð við blakbolta. Talið er að minnisleysið sem konan glímir við sé afleiðing krabbameinsins.

Það hélt áfram að breiða sig um líkamann þrátt fyrir lyfjameðferð og aðgerð og óttast konan að hún komist ekki að uppruna sínum áður en hún deyr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert