Skiluðu sér ekki heim eftir fríið

Fjölskyldan sem skilaði sér ekki heim.
Fjölskyldan sem skilaði sér ekki heim. Skjáskot/Sky News

Talið er að tólf manna fjölskylda sem búsett er í Luton í Bretlandi hafi farið til Sýrlands eftir frí í Bangladess. Fólkið, sem er á aldrinum eins til 75 ára, skilaði sér ekki heim um miðjan maí líkt og áætlað hafði verið.

Ættingjar fólksins segja hvarf þess koma verulega á óvart og óttast þau að fólkið sé í hættu. Þá telja þau einnig að hópurinn hafi verið leiddur í gildru. Elsta fólkið í hópnum er 75 ára og 53 ára og glímir það við heilsuvandamál. Börnin þrjú eru á aldrinum eins til ellefu ára.

Talið er hugsanlegt að hryðjuverkasamtök hafi náð til ungrar konu í hópnum og þannig fengið hópinn til að koma til Sýrlands. Ungu mennirnir í hópnum reka allir fyrirtæki og hafa náð góðum árangri á því sviði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert