Svartir taggaðir sem „górillur“

AFP

Tæknirisinn Google hefur beðist afsökunar eftir að nýtt myndasmáforrit fyrirtækisins taggaði tvo svarta einstaklinga sem „górillur“. Forritið notar gervigreind til að tagga myndir sjálfkrafa eftir myndefni, en varð þarna stórkostlega á í messunni.

Google setti sig í samband við Jacky Alciné skömmu eftir að hann tísti myndinni og sagði að vandamál af þessum toga mætti rekja til þess að andlit væru hulin að hluta eða vegna birtu í myndum. Talsmaður fyrirtækisins sagði að þetta hefði m.a. leitt til þess að fólk af öllum kynþáttum hefði verið taggað sem „hundar“.

Ekki er langt um liðið frá því að Google var í eldlínunni vegna annars vandræðalegs máls, eftir að í ljós kom að leitirnar „nigger house“ og „nigger king“ beindu notendum Google Maps á Hvíta húsið. Enn er unnið að lausn þess vanda hjá Google en fyrirtækið hefur beðist afsökunar á báðum uppákomum.

Guardian sagði frá.

Frétt mbl.is: „Nigger house“ skilar Hvíta húsinu

<blockquote class="twitter-tweet">

Google Photos, y'all fucked up. My friend's not a gorilla. <a href="http://t.co/SMkMCsNVX4">pic.twitter.com/SMkMCsNVX4</a>

— diri noir avec banan (@jackyalcine) <a href="https://twitter.com/jackyalcine/status/615329515909156865">June 29, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert