Sviptur ríkisborgararétti í Danmörku

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn.

Danskur dómstóll ákvað í dag að svipta karlmann ríkisborgararétti sínum. Hann öðlaðist danskan ríkisborgararétt árið 1988 en var sviptur honum vegna tengsla sinna við hryðjuverk.

Maðurinn var fundinn sekur um að hafa stutt hryðjuverk, beitt hótunum og hvatt til hatursorðræðu á Facebook og í gegnum tölvupóst.

Hann heitir Sam Mansour, er frá Marokkó og hefur ríkisborgararétt þar í landi. Hann kom fyrst til Danmerkur 1983 og var dæmdur dönskum dómstólum árið 2002.

Honum verður  fljótlega vísað úr landi en hann hefur setið í fangelsi í Danmörku síðustu fjögur ár. Mansour segir að hann verði pyntaður og jafnvel tekinn af lífi ef hann kemur aftur til Marokkó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert