Yfir 20 látnir eftir aurskriðu

AFP

Að minnsta kosti 21 er látinn eftir að aurskriða féll í kjölfar mikillar úrkomu í héraðinu Darjeeling í Indlandi í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á svæðinu er óttast að mun fleiri hafi látist eða sitji fastir í eðjunni.

Flest­ir íbúa nærliggjandi borganna Mirik, Kalimpong og Darjeeling voru sof­andi þegar aur­skriðan féll en björgunaraðilar hafa verið við störf frá því í nótt. Þrettán lík hafa fundist í Mirik, fimm í Kalimpong og þrjú í Darjeeling. Þá er tugum saknað.

Aurskriðan gróf stórt svæði í eðju og braki og að sögn lögreglu tók hún hundruð húsa með sér. Margir hafa því misst heimili sín á svæðinu.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert