Óþekkta konan fann fjölskyldu sína

Konan fannst á götuhorni í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Konan fannst á götuhorni í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Ljósmynd/Interpool

Kona sem fannst á götu­horni í Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um og glím­ir við minn­is­leysi og krabba­mein hefur nú fundið fjölskyldu sína. Konan óttaðist að hún myndi deyja áður en hægt yrði að finna út hver hún væri, en nú hefur verið staðfest að konan heitir Ashley Menatta og er 53 ára gömul.

Grunur lék á því að konan, sem hefur verið kölluð Sam í fjölmiðlum, væri frá Ástralíu vegna hreimsins. Fjölskylda hennar hefur þó nú staðfest að hún er frá Kaliforníu.

Þegar slökkviliðsmenn fundu kon­una fyrir um fimm mánuðum var hún varla með meðvit­und. Í ljós kom að hún var al­var­lega veik vegna krabba­meins í eggja­stokk­um.

Stofnuð var face­booksíða í von um að finna ein­hvern sem þekkti kon­una. Þá var hún einnig á lista In­terpool yfir týnt fólk ásamt því að að allir helstu fjölmiðlar fjölluðu um leit hennar að uppruna sínum.

Það var frændi Menatta sem sá fjölmiðlaumfjallanirnar og hringdi í móður sína, sem hafði samband við yfirvöld. Nú er komið fram að konan fæddist í Pennsylvaníu og hefur búið víðs vegar um Bandaríkin, nú síðast í Carlsbad. Hún á systur í Colorado og Maryland.

Kon­an er með krabba­mein í eggja­stokk­um á þriðja stigi. Lækn­ar fjar­lægðu æxli á stærð við blak­bolta. Talið er að minn­is­leysið sem kon­an glím­ir við sé af­leiðing krabba­meins­ins. Það hélt áfram að breiðast um lík­amann þrátt fyr­ir lyfjameðferð og aðgerð og var konan hrædd um að finna ekki fjölskyldu sína áður en það yrði um seinan. Það er þó ljóst að bænum hennar hefur verið svarað.

Frétt mbl.is: Óþekkt kona fannst á götuhorni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert