Frakkar neita Assange um hæli

Julian Assange. Myndin er frá 2013.
Julian Assange. Myndin er frá 2013. AFP

Stjórnvöld í Frakklandi hafa neitað beiðni Julian Assange um hæli á þeirri forsendu að hann sé ekki „í bráðri hættu“. „Frakkland getur ekki orðið við beiðni hans,“ segir í tilkynningu frá skrifstofu Francois Hollande Frakklandsforseta. „Herra Assange er ekki í bráðri hættu. Enn fremur þá hefur verið gefin út á hendur honum evrópsk handtökuheimild.“

Samkvæmt Reuters birti dagblaðið Le Monde opið bréf frá Assange þar sem hann sagði líf sitt í hættu. Assange hefur hafist við í sendiráði Ecuador í Lundúnum sl. þrjú ár til að forðast að verða afhentur yfirvöldum í Svíþjóð vegna meintra kynferðisbrota.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert