Fljúga heim til að kjósa

Frá flugvellinum í Aþenu.
Frá flugvellinum í Aþenu. AFP

Grikkir búsettir utan landsteinanna hafa gripið til þess ráðs að fljúga heim til Grikklands til að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Mjög mjótt er á mununum.

Nokkur fjöldi brottfluttra Grikkja var á flugvellinum í Aþenu, innan um ferðamenn sem voru á leið til grísku eyjanna í frí.

„Ég er hér bara til að kjósa,“ segir Kistas Kokkinos, sextugur Grikki sem býr á Kýpur í samtali við AFP. Hann ætlar að kjósa „já“ í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Aðeins er hægt að kjósa í Grikklandi, sem þýðir að sú milljón Grikkja sem hefur kosningarétt, þurfti að gera sér ferð heim til Grikklands til að kjósa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert